top of page

Kennarar

download (1)_edited_edited.jpg
Ólafur Guðmundsson

Leikari og leiklistarkennari. Úrskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1989. Starfaði sem leikari í í 14 ár áður en hann fór að einbeita kröftum sínum að leiklistarkennslu og leiklist sem tæki til sjálfsmeðvitundar og framfara. Lauk Kennsluréttindanám frá Kennarháskóla Íslands 2003 og MA námi í Hagnýtri leiklist i menntunar og samfélagslegu samhengi frá Goldsmith‘s College, University of London 2009. Hefur kennt leiklist í grunnskólum og framhaldsskólum um árabil.  Við Hlíðaskóla í Reykjavík síðan 2003-2012 starfar nú sem leiklistarkennari í við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann hefur jafnframt kennt á fjölmörgum námskeiðum innanlands og utan. Hann hefur einnig, undanfarin 10 ár, starfað sem leiðbeiandi á sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir börn og unglinga hjá Foreldrahúsi Vímulausrar æsku. Ólafur hefur sérstakan áhuga á leiklist sem tæki til sjálfsskoðunar og samfélagslegra umræðna.  

150692_10200496682201137_60970391_n-1_ed
Ólöf Sverrisdóttir

Leikari, leikleiklistarkennari og sögukona. Hún útskrifaðist frá East15 Acting School, Englandi 1986.  Hún stofnaði Furðuleikhúsið (barna og farandleikhús) ásamt nokkrum leikurum árið 1994. 

Árið 2002 útskrifaðist Ólöf með MA í Theatre Practice frá háskólanum í Exeter.   Þar lagði hún stund á sálarlíkamlega  leikhúsvinnu eða psychophysical Theatre.  Síðan 2004 hefur Ólöf aðallega kennt börnum og fullorðnum  leiklist  og sjálfstyrkingu.  Sjálf hefur Ólöf farið á  mörg hugleiðslunámskeið og önnur námskeið sem vinna með sjálfsþroska einstaklingsins. Þar hefur hún séð möguleikana á að nota leiklistina sem verkfæri til sjálfsþroska en á sama tíma að kenna grunnæfingar í leikrænni túlkun.   Hefur hún þróað með sér aðferðir sem hafa gefist vel.  Ólöf hefur verið með námskeið í framkomu, ræðumennsku og sjálfstyrkingu hjá Mímir símenntun, haldið námskeið um leiklist sem kennslu aðferð fyrir  kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Ólöf er núna á lokametrunum í MA í Ritlist hjá HI og hefur boðið upp á ritlistarnámskeið í Endurmenntun og víðar. Hún hefur sérstakan áhuga á að nota leiklist og ritlist sem tæki til sjálfsþroska.

bottom of page